*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 30. mars 2021 16:27

Gengi TM lækkar um 3%

TM lækkaði mest allra félaga í dag eða um tæp þrjú prósent. Gengi Kviku banka hækkaði um eitt prósent í dag.

Ritstjórn

Það var tiltölulega rólegt á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar í dag en engin viðskipti voru með hlutabréf fimm félaga. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,9% í eins og hálfs milljarðs króna veltu. 

Mest lækkuðu bréf TM eða um tæp þrjú prósent í 68 milljóna króna veltu. Hlutabréf vátryggingafélagsins hafa engu að síður hækkað um 19% frá áramótum. Hluthafafundur félagsins fer nú fram en þar verður kosið um samruna þess við Kviku banka, sem hækkaði um eitt prósent í 149 milljóna króna veltu í dag.  

Icelandair hækkaði mest allra félaga í dag eða um 2,9%. Hlutabréf flugfélagsins hafa nú hækkað um 8,5% frá lokun Kauphallarinnar á miðvikudaginn síðasta. 

Mesta veltan var með hlutabréf Arion banka sem hækkuðu lækkuðu um 0,8% í 571 milljón króna veltu. Gildi lífeyrissjóður er orðinn stærsti hluthafi bankans með 9,24% hlut, samkvæmt uppfærðum hluthafalista Arion, en vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi allan 9,6% hlut sinn í bankanum um helgina. 

Næst mesta veltan var með hlutabréf Marel sem lækkuðu um 1,4% í 310 milljóna króna viðskiptum. Gengi félagsins stendur nú í 861 krónu á hlut.