Gengi hlutabréfa Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) hefur lækkað um 4,65% í 122 milljóna króna í Kauphöllinni veltu það sem af er degi.

TM kynnti árshlutauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung á fimmtudagskvöld, en markaðir voru lokaðir á föstudaginn. Heildarhagnaður fyrirtækisins nam 72 milljónum króna á tímabilinu og dróst verulega saman á milli ára, en ári fyrr nam hann 700 milljónum króna.

Einnig kom fram í uppgjörinu að framlegð af vátryggingastarfsemi hafi verið neikvæð um 756 milljónir króna. Tap af vátryggingastarfsemi nam 542 milljónum króna. Eigin iðgjöld jukust um 11% á milli ára og eigin tjón hækkuðu um 55% á milli ára.

Eiginfjárhlutfall var í lok tímabilsins 28,2%. Arðsemi eigin fjár var 2,5% eftir skatta, en fyrir ári var hlutfallið 22,9%.