Gengi hlutabréfa í Twitter lækkaði um 18% eftir að fyrirtækið tilkynnti að afkoma þess á fyrsta ársfjórðungi væri nokkru verri en búist hafði verið við. BBC News greinir frá þessu.

Samkvæmt uppgjöri fyrirtækisins tapaði það 162 milljónum dala á tímabilinu, sem er nokkru meira tap en á sama tíma í fyrra þegar það tapaði 132 milljónum dala.

Tekjur fyrirtækisins jukust hins vegar um 74% milli ára og námu nú 426 milljónum dala. Voru þær hins vegar nokkuð undir spám markaðsaðila.