Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,31% það sem af er degi og er 5.577,96 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Í morgun tilkynnti Hagstofa Íslands að vísitala neysluverðs í júní hafi hækkað um 1,16% á milli mánaða en spár greiningaraðila voru á bilinu 0,7 - 0,9% hækkun á milli mánaða.

Atlantic Petroleum hefur hækkað um 2,34%.

Landsbankinn hefur lækkað um 2,78%, Glitnir hefur lækkað um 2,21%, FL Group hefur lækkað 1,59%, Alfesca hefur lækkað um 0,78% og Kaupþing banki hefur lækkað um 0,66%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,03% og er gengisvísitala hennar 129,5 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.