Seðlabanki Íslands greip inn í á gjaldeyrismarkaði sl. þriðjudag, þegar bankinn keypti krónur fyrir 12 milljónir evra. Bankinn sendi frá sér tilkynningu eftir lokun markaða og sagði aðgerðina í samræmi við þá stefnu bankans að eiga í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði þegar þörf krefur, í því skyni að draga úr gengissveiflum.

Að mati bankans hefur óvenjumikið útstreymi verið á gjaldeyri að undanförnu og áhrif á krónuna verið til veikingar.

Með krónukaupunum er gengið á gjaldeyrisforðann.

Skemmst er að minnast gjaldeyrisútboðs bankans fyrir þremur vikum, þegar keyptar voru um 140 milljónir evra á genginu 240 krónur fyrir evru. Skráð gengi viðskiptanna í gær var um 164 krónur fyrir evru. Tap milli útboðsins og viðskiptanna nú, á 12 milljóna evra upphæðinni, er því um 76 krónur fyrir hverja evru, eða um 912 milljónir króna.