Samningur var undirritaður í dag um kaup FAST 1, sem er samlagshlutafélag (slhf.) og er með rekstrarsamning við VÍB og Íslandssjóði., á eignarhaldsfélaginu HTO ehf, sem á Höfðatorg við Borgartún og Katrínartún í Reykjavík. Íslandsbanki átti HTO ehf áður. Þessi samningur hefur verið í undirbúningi frá því í september.

Höfðatorg er tvískipt bygging, annars vegar er um að ræða 19 hæða turn með tveggja hæða bílakjalla auk skrifstofa framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar á sjö hæðum í öðru húsi.

Höfðatorg er metið á tæpa 14 milljarða króna, samkvæmt bókfærðu verði HTO. Byggingarisinn Eykt reisti húsið á sínum tíma. Íslandsbanki fjármagnaði framkvæmdirnar á sínum tíma en tók Höfðatorg yfir að mestu í desember árið 2011.