*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 7. febrúar 2014 16:07

Gengið frá sölunni á Höfðatorgi

Nýtt samlagshlutafélag, tengt VÍB og Íslandssjóðum, eignast Höfðatorg í Reykjavík. Húsið var áður í eigu Eykt og Íslandsbanka.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samningur var undirritaður í dag um kaup FAST 1, sem er samlagshlutafélag (slhf.) og er með rekstrarsamning við VÍB og Íslandssjóði., á eignarhaldsfélaginu HTO ehf, sem á Höfðatorg við Borgartún og Katrínartún í Reykjavík. Íslandsbanki átti HTO ehf áður. Þessi samningur hefur verið í undirbúningi frá því í september.

Höfðatorg er tvískipt bygging, annars vegar er um að ræða 19 hæða turn með tveggja hæða bílakjalla auk skrifstofa framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar á sjö hæðum í öðru húsi. 

Höfðatorg er metið á tæpa 14 milljarða króna, samkvæmt bókfærðu verði HTO. Byggingarisinn Eykt reisti húsið á sínum tíma. Íslandsbanki fjármagnaði framkvæmdirnar á sínum tíma en tók Höfðatorg yfir að mestu í desember árið 2011.

Stikkorð: Höfðatorg
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is