*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 21. febrúar 2021 09:01

Gengið hækkað um þriðjung í febrúar

Gengi hlutabréfa Arion banka hefur verið á miklu skriði í febrúar og hefur gengi hlutabréfa bankans hækkað um tæplega þriðjung.

Ritstjórn
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Eyþór Árnason

Gengi hlutabréfa Arion banka hefur verið á miklu skriði í febrúar og hefur gengi hlutabréfa bankans hækkað um tæplega þriðjung, úr 95,75 krónum á hlut yfir í 126 krónur á hlut í mánuðinum.

Nemur markaðsvirði bankans í dag 218 milljörðum króna en við lokun síðasta viðskiptadags í janúar nam markaðsvirðið 166 milljörðum króna.

Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða króna á síðasta ári, sem var fyrsta heila ár bankans undir stjórn Benedikts Gíslasonar. 

Stikkorð: Arion banki hlutabréf kauphöll