Gengi krónunnar veiktist lítillega í síðustu þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi gripið inn í á gjaldeyrismarkaði og selt þrjár milljónir evra, jafnvirði tæpra 490 milljóna króna, á millibankamarkaði á miðvikudag.

Fram kemur í riti hagfræðideildar Landsbankans Vikubyrjun að krónan hafi veikst mest á móti breska pundinum, en minna á móti evru og Bandaríkjadal.