Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að stjórnvöld gæti meðalhófs í baráttu við kennitöluflakk. Samtökum viðurkenna að kennitöluflakk sé mikill löstur í atvinnulífinu sem nauðsynlegt sé að berjast gegn, en þó verði að hafa í hug að um fámennan hóp rekstraraðila er að ræða sem vísvitandi brjóta gegn lögum og reglum.

Samtökun segja að það sé ekki fallið til árangurs með að herða á regluverkinu í þeirri baráttu, en það mun aðeisn bitna á þeim yfirgnæfandi meirihluta atvinnurekenda sem standa heiðarlega að sínum rekstri.

Ganga lengra en ESB - örfyrirtæki

Samtökin segja að drög að nýju frumvarpi um ársreikninga gangi lengra en tilskipun ESB sem verið að innleiða, en SA  gerðu töluverðar athugasemdir við drögin. Samkvæmt tilskipun ESB er gert ráð fyrir því að smæstu fyrirtækin, örfyrirtæki, skili einföldum ársreikningum en skilgreining örfyrirtækja er þrengt mjög í frumvarpsdrögum frá því það sem hún er í tilskipuninni.

„Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að örfyrirtæki fari ekki yfir tvenn mörk af þremur þ.e að efnahagurinn sé 20 milljónir kr. eða lægri, að velta sé 40 milljónir kr. eða lægri og að meðalfjöldi ársverka sé 3 eða færri. Í tilskipuninni eru þessi mörk 52,5 milljónir kr. fyrir efnahag, 105 milljónir kr. fyrir veltu og 10 starfsmenn eða færri.“

SA segja að breytingin sé ekki rökstudd eða skilgreint hverra hagsmuna eða markmiða ætlunin sé að ná. Birting ársreikninga fyrir fyrirtæki af þessari stærð getur verið íþyngjandi, kostnaðarsamt og gengið nærri reglna um persónuvernd; en oft er um að ræða lítil fjölskyldufyrirtæki.

Ganga lengra en ESB - matsbreytingar fjárfestingareigna

SA bendir einnig á að gengið er lengra í drögunum hvað varðar matsbreytingar fjárfestingareigna. Samkvæmd drögunum skuli færðar á sér lið á meðal eigin fjár sem ekki er heimilt að ráðstafa til eigenda þ.e. greiða út sem arð.

„Þar er gengið lengra en tilskipunin segir til um. Það er sérstaklega íþyngjandi fyrir fasteignafélög og tryggingafélög að búa við strangari reglur en sambærileg félög í nálægum löndum.  Auk þess er bent á víðtæka verðtryggingu ýmissa skuldbindinga ásamt því að verðbólga hefur verið hér landlæg. Verði ákvæðin að lögum munu þau hafa áhrif á félög sem skráð eru á opinberum markaði og nauðsynlegt að taka þau til endurskoðunar. “