*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 1. febrúar 2021 08:49

Gengið rýkur upp

Gengi hlutabréfa í fasteignafélögunum þremur í Kauphöllinni hefur hækkað um 64 til 72% síðan í lok ágúst.

Ritstjórn
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar.
Skjáskot

Gengi fasteignafélaganna þriggja hefur hækkað mikið undanfarna mánuði líkt og önnur félög sem eru skráð í kauphöllinni. Fyrstu átta til níu mánuði ársins lækkuðu bréfin mikið en í lok sumars og haust varð viðsnúningur.

Frá því í lok ágúst hefur gengi hlutabréfa í Regin hækkað um 64%. Nú stendur gengið í 22,3, sem er svipað og fyrir 12 mánuðum þegar gengið var 23,4. Gengi bréfa Reita hefur hækkað um 72% síðan í lok ágúst.  Gengið stendur nú í 71,7 en fyrir ári stóð það í 78,2. Sömu sögu er að segja af Eik. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um 65% síðan í ágúst og í fyrradag stóð það í 9,60, sem er örlítið hærra en fyrir ári þegar gengið var 9,18.

Í dag metur markaðurinn Reiti og Eik þannig að bókfært verð eigna þeirra standi undir hlutabréfagenginu, þ.e. V/I hlutfallið er hærra en 1. Hjá Reitum er það 1,21 en hjá Eik 1,02. Hlutfallið hjá Reginn er 0,90.

Nánar er fjallað um málið í Fasteignamarkaðnum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Stikkorð: Reginn Reitir Eik Kauphöllin fasteignafélög