Viðskipti með krónuna á millibankamörkuðum erlendis eru enn að fara fram á genginu 200  - 200 krónur gagnvart evru en gengi krónunnar hér á landi er um 150 krónur.

Þetta hefur Dow Jones fréttaveitan eftir heimildarmanni af gjaldeyrisborði Royal Bank of Scotland.

Í frétt Dow Jones kemur fram að vegna óvissu um erlendar skuldir Íslendinga, fjármögnun ríkissjóðs og enduruppbyggingu fjármálakerfisins hér á landi sé ekki óhætt að setja krónuna á flot ennþá sem síðan veldur því að gengið er eins og það er erlendis.

Dow Jones hefur eftir viðmælanda sínum að þar sem gjaldeyrishöft verði ekki afnumin fyrr en í fyrsta lagi seint á þessu ári sé krónan enn undir þrýstingi erlendra fjárfesta sem hafa töluvert tak á henni.