Gengi krónu lækkaði um 3% í gær og hefur krónan nú veikst um um það bil 12% síðan hún stóð hvað sterkust 24. júlí síðastliðinn, að sögn greiningardeildar Glitnis. ?Mikil lækkun einkenndi einnig aðrar hávaxtamyntir í gær.?

?Gengisfall krónu undanfarnar vikur er ekkert einsdæmi á heimsvísu, heldur hefur gengi hávaxtamynta um heim allan fallið á svipaðan hátt í því umróti sem verið hefur undanfarið á fjármálamörkuðum,? segir greiningardeildin.

Hún segir að gjaldmiðlar Eyjaálfu, nýsjálenski og ástralski dollarinn, hafi lækkuð hvað mest en mikið hefur verið um vaxtamunarviðskipti þar sem fjármagn frá Japan er ávaxtað í þessum löndum.

?Eftir því sem áhættufælni hefur gripið um sig á mörkuðum hafa fjárfestar leitast við að loka þessum stöðum sínum, sem hefur bæði átt þátt í mikilli styrkingu japanska jensins og orsakað verulegt gengisfall Eyjaálfumynta. Það sem af er degi hefur þróunin verið nokkuð mismunandi meðal hávaxtamynta, gengi sumra lækkað (þar á meðal krónu) en gengi annarra hækkað lítillega,? segir greiningardeildin.