Gengi hlutabréfa Marel féll um 2,17% í rúmlega 113 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag.

Á sama tíma hækkaði gengi færeyska bankans BankNordik um 3,2%, Haga um 1,6%, Icelandair Group um 1,55% og fasteignafélagsins Regins um 1,16%

Hækkunin náði ekki að vega upp á móti vægi Marel í Úrvalsvísitölunni sem lækkaði um 0,33% í dag og endaði í 1.001,76 stigum. Talsverð velta var á markaðnum, rúmar 658 milljónir króna.