"Þið fellduð krónuna af því að þið þurftuð að gera það en ekki af því að þið völduð að gera það. Það er mikilvægt að gera greinarmun þar á. Gengisfelling er í sjálfu sér ekki góð," segir Yves-Thibault de Silguy einn af hugmyndasmiðum evrunnar.

"Í gengisfelingu felst alltaf virðistap. Jafnvel þótt alþjóðleg samkeppnishæfni ykkar hafi aukist við gengisfellinguna þá er það bara tímabundið. Og alls engin lausn," segir De Silguy og bætir við að hin sameiginlega mynt veiti vissa vernd.

"Sjáðu bara Grikkland, Írland og Portúgal. Hvar væru þessi lönd í dag á evrunnar?," segir hann. "En það þarf auðvitað líka að íhuga hinn hlutann. Bandalaginu fylgja ákveðnir skilmálar og lönd missa ákveðið frelsi. En valið er alfarið ykkar. Hvort viljið þið, frelsi eða verndun," segir De Silguy.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.