Gengishagnaður Kaupþings banka á fyrsta ársfjórðungi nam 6.777 m.kr., samanborið við 2.713 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Um helming gengishagnaðar bankans á ársfjórðungnum má rekja til breytanlegs skuldabréfs í Bakkavör Group, en einnig myndaðist töluverður hluti gengishagnaðar bankans hjá Markaðsviðskiptum.

Aðrar tekjur bankans námu 3.503 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2005, en þær námu 138 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2004. Þessi aukning stafar að mestu leyti af söluhagnaði sem myndaðist vegna sölu á dótturfélagi bankans, fjármögnunarleigufyrirtækinu Lýsingu hf. í febrúar síðastliðnum.