Færeyska flugfélagið Atlantic Airways, sem skráð er í Kauphölli hér á landi, hagnaðist um 14 milljónir danskra króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samanborið við tap upp á 2,5 milljónir dala á sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu frá félaginu en þar kemur fram að þrátt fyrir minnkandi veltu sé rekstur félagsins betri en í fyrra og helstu stoðir þess sýni meiri framleiðni en áður.

Hagnaður félagsins fyrir skatta og fjármagnsliði nam 15,2 milljónum danskra króna samanborið við 12,6 milljóna króna í fyrra.

Tekjur félagsins á tímabilinu námu 15,7 milljónum danskra króna en þar munar gífurlega um skráðan gengishagnað félagsins. Tekjur Atlantic Airways á sama tíma í fyrra námu 0,8 milljónum danskra króna. Þá nam velta félagsins á fyrsta ársfjórðungi 101 milljón danskra króna samanborið við 112 milljónir danskra króna á sama tíma í fyrra. Rekstrarkostnaður félagsins nam 90 milljónum danskra króna og lækkar úr 102 milljónum frá því í fyrra.

Farþegum félagsins hefur fækkað um 8% á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.

Eigið fé Atlantic Airways nemur 236 milljónum danskra króna og eiginfjárhlutfall félagsins því nokkuð gott, eða 51%.