Snörp gengislækkun á bréfum Haga í gær gekk til baka í dag þegar það hækkaði um 1,36% í viðskiptum upp á tæpar 100 milljónir króna. Gengi bréfanna lækkaði um tæp 3% í gær eftir að félagið skilaði uppgjöri sínu. Fram kom í kynningu fyrir hluthafa og markaðsaðila að sérvöruhluti fyrirtækisins sé erfiður og hafi viðskiptavild hans verið afskrifuð í bókum Haga. Þá dró úr framlegð af rekstri fyrirtækisins.

Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hækkaði mest eða um 1,43% í Kauphöllinni og stendur gengi bréfanna nú í 213 krónum á hlut.

Á móti lækkaði hins vegar gengi hlutabréfa Icelandair Group um 1,22%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,46% og endaði það í rúmu 1.091 stigi. Heildarveltan í Kauphöllinni nam 206 milljónum króna.