Gengi hlutabréfa Marel lækkaði um 1,01% í rétt rúmlega 52 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þetta voru næstmestu viðskipti dagsins á fremur veltulitlum degi. Þá lækkaði gengi bréfa Haga um m0,75% á sama tíma.

Á móti hækkaði gengi bréfa Eimskips um 1,1%, Össurar um 0,99%, Vodafone um 0,74% og Icelandair Group um 0,26%. Ekki voru mikið viðskipti á bak við hækkunina í Kauphöllinni eða frá rúmlega 50 þúsund krónum með bréf Össurar og upp í 16,9 milljónir með bréf Eimskips.

Mesta veltan var hins vegar með hlutabréfa Haga eða 55,7 milljónir króna.

Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í dag námu 136,6 milljónum króna.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,05% í dag.