Lækkun lána þeirra sem Landsbankinn hefur endurreiknað í samræmi við tvo hæstaréttardóma sem féllu á síðasta ári nemur 34 prósentum af höfuðstóli lánanna. Þetta á við um brot af langtímalánum til einstaklinga. Bankinn á eftir að endurreikna tugi þúsunda lána.

Frá þessu var greint í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins . Haft var eftir Kristján Kristjánssyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, að byrjað sé að reikna út löng fasteignalán til einstaklinga.  Komið sé mjög vel á veg með fyrsta mengið og meðallækkun þeirra lána sé 34 prósent.

Kristján segir að bankinn hraði sinni vinnu eins og hann geti. Vonandi falli dómar á næstu mánuðum sem kveði endanlega upp úr um þau mál sem út af standa. Aðspurður um hvort höfuðstóll styttir lána lækkaði einnig um 34 prósent, kvaðst Kristján segist ekki treysta sér til að svara því vegna þess að þá fari fólk að hafa einhverjar væntingar sem kannski ekki sé hægt að standa við.

Sjá nánar á vef RÚV.