Frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um gengistryggð bíla- og fasteignalán verður líklegast lagt fram á Alþingi næsta mánudag. Áður var gert ráð fyrir að mælt yrði fyrir frumvarpinu við upphaf þings á morgun en því hefur nú verið frestað frá fyrri yfirlýsingu. Skaðleysisyfirlýsingar frá fjármálastofnununum, sem tryggja að ekki verði beint kröfum á hendur ríkisins vegna löggjafarinnar, hafa ekki borist.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við Viðskiptablaðið að verið sé að binda lausa enda frumvarpsins. „Frumvarpið verður líklegast lagt fram á þingi á mánudaginn og mælt fyrir því í næstu viku,“ segir Árni Páll.

-Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun.

Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Eigendur Sunds/IceCapital færðu eignir í annað félag en skildu skuldir eftir
  • Skattayfirvöld skoða samninga fimm fyrirtækja vegna söluréttarsamninga
  • Viðtal við Daniel Chartier, höfund bókar um hvernig ímynd Íslands hefur birst í fjölmiðlum eftir bankahrun
  • Útjöld sveitarfélaga
  • Skilanefnd Glitnis telur minnisblað sýna áhrif Hannesar Smárasonar á lánveitingar Glitnis
  • Fréttaskýring um fyrirlestur Michael Porter
  • Vafi á rekstrarhæfi Fasteignar
  • Viðtal við Heiðar Már Guðjónsson
  • BNA: Hálfur sigur og hálft tap
  • Viðtal við Heiðar Má Guðjónsson
  • Sport og peningar: Um 82 prósent tekna KSÍ vegna styrkja og sjónvarpssamninga