Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, lagði nú undir kvöld fram frumvarp sem ætlað er að jafna rétt alla þeirra sem tóku gengisbundin lán í krónum þannig að þau verði í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar frá í september. Þá féll dómur á þann veg að gengisbundin lán sem áður höfðu verið dæmt ólögleg, skyldu bera lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands.

Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um gengistryggð lán og vera leiðbeinandi fyrir fjármálafyrirtæki um hvernig þau skuli innheimt og gerð upp.

Kostnaður fjármálastofnanna vegna lækkunar á gengistryggðu lánunum er talinn geta orðið 108 milljarðar, þar af 50 milljarðar vegna lána til einstakling og 58 milljarðar vegna lána til fyrirtækja.

Frumvarpið má sjá hér .