Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp í gær sem tryggja á öllum lántakendum gengistryggðra íbúða- og bílalána sama rétt og fólst í dómi Hæstaréttar í september síðastliðnum.

Þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að notast skuli við óverðtryggða vexti Seðlabankans við útreikning á gengistryggðu bílaláni. Gengislánafrumvarpið var lagt fram í gær þrátt fyrir að skaðleysisyfirlýsingar frá fjármálastofnunum hafa ekki borist.

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður margra af erlendum kröfuhöfum bankanna, sendi fjármálastofnunum bréf 26. október síðastliðinn þar sem stjórnendum er hótað persónulegri lögsókn ef þeir skrifa undir yfirlýsingarnar.

__________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .