Mikil styrking evrunnar gagnvart dollar gæti skýrt aukið framboð á kókaíni í Evrópu og að sama skapi minna framboð í Bandaríkjunum. Evran hefur nú hækkað um 20% gagnvart dollaranum síðustu 12 mánuði. Við lokun markaða gær kostaði ein evra 1,5825 dollara.

John Walters hjá Eiturlyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna segir að laganna verðir leggi nú hald á minna kókaín við landamærin í suðvestri. Að sama skapi hefur verð lækkað og hreinleiki efnisins minnkað.

Á sama tíma hefur framboð stóraukist í Evrópu í kjölfar þess að eiturlyfjaframleiðendur nýta sér styrkingu evrunnar gagnvart dollara. Kólumbískt kókaín streymir nú til Evrópu í gegnum Venesúela og Vestur-Afríku.