Gengi íslensku krónunnar rauf 223 stiga múrinn bæði á föstudag og í gær. Vísitalan hefur ekki verið á þessum slóðum síðan í maí árið 2010 og því ljóst að öll styrking á gengi krónunnar síðan þá er gufuð upp.

Gengisvísitalan stendur nú í 222, 84 stigum.

Gengi krónunnar var sterkast eftir hrun um miðjan mars 2009 þegar vísitalan fór í rúm 185 stig. Gengisvísitalan sveiflaðist talsvert eftir það og lá í kringum 204 stigum þegar best lét eftir það í september 2010.

Höftin til trafala

Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja, gerði veikt gengi krónunnar að umfjöllunar efni á aðalfundi félagsins á föstudag í síðustu viku. Þar benti hann á að sveiflur í gengi krónunnar geri fyrirtækjum hér erfitt fyrir. Hann taldi jafnframt að krónan hefði náð sér fyrr á strik ef gengi hennar hefði verið látið ráðast af framboði og eftirspurn í stað þess að binda hana með gjaldeyrishöftum.

Frétt Viðskiptablaðsins um erindi Benedikts