Baugur jók hlut sinn í FL Group í 37% í byrjun desember, samfara uppstokkun í eigendahópi og fjárhagslegri endurskipulagningu FL Group. Nú selur Baugur hlutinn í FL Group með miklu tapi.

Markaðsverðmæti 37,3% hlutar Baugs í FL Group, sem rennur inn í Styrk Invest, nemur um 36,9 milljörðum króna miðað við gengið sem var á viðskiptunum, eða 7,28. Lokagengi bréfa FL Group á mánudaginn var 6,95 og gengið í viðskiptunum var því tæplega 5% yfi r dagslokaverðinu á mánudaginn, en gengi bréfa í FL Group hækkaði í gær í 7,20 krónur hluturinn.

Fyrir uppstokkunina sem varð hjá FL Group í byrjun desember í fyrra átti Baugur Group tæplega 18% í FL Group. Við uppstokkunina varð Baugur Group stærsti hluthafi nn í FL Group með því að leggja inn fasteignir, m.a. tæplega 40% hlut í Landic Property, í FL Group og jók þannig hlut sinn í FL Group í rúm 37%. Fasteignir þær sem Baugur lagði inn í FL Group í þeim viðskiptum voru metnar á 53,8 milljarða.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .