Dagsbrún birtir ársfjórðungsuppgjör sitt í Kauphöllinni í dag. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að uppgjör Dagsbrúnar verði litað af miklu gengistapi af erlendum skuldum sem og kostnaði vegna yfirtökutilboða.

Dagsbrún er sem stendur í yfirtökuferli á Kögun og breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham. Greiningardeild Landsbankans reiknar með að niðurstaða Dagsbrúnar á ársfjórðungun verði 175 milljóna króna tap.

Þess má geta að og Actavis og Tryggingarmiðstöðin birta uppgjör sín á fimmtudag.