Hæstiréttur staðfesti í dag að lán Mótormax ehf. væri ekki í erlendri mynt heldur í íslenskum krónum. Gengistrygging við erlenda mynt er því ólögmæt. Fjórir dómarar vildu staðfesta dóm Héraðsdóm Reykjavíkur um ólögmætið en þrír vildu breyta dómi héraðsdóms en dómurinn var fjölskipaður.

Í tilkynningu frá Landsbankanum fagnar bankinn því að niðurstaða skuli fengin í þessu álitamáli. Þar segir að í tilkynningu með uppgjöri bankans fyrir árið 2010 hafi komið m.a. fram að sérstök gjaldfærsla sé í reikningnum til að mæta áhrifum dómsins. Hann muni því ekki hafa frekari áhrif á fjárhagsstöðu Landsbankans.

Hér má sjá dóm Hæstaréttar