Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 0,7% í morgun við opnun markaða og náði gildinu 123,8, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.

Krónan hefur síðan styrkst aftur og stóð gengivísitalan í 123,2 stigum rétt fyrir klukkan tíu í morgun.

Sérfræðingur Glitnis segir að fremur rólegt sé á markaðnum en að niðurskotið fyrr í morgun megi rekja til óvissu á markaðnum í kjölfar neikvæðrar umfjöllunar erlendra greiningardeilda síðustu daga.