Útflutningur á vörum frá Jpana jókst um 10,1% á milli ára í í maí. Hann hefur ekki verið meiri síðan árið 2010. Vöxturinn skýrist einkum af gengisveikingu japanska jensins gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir veikinguna lið í umsvifamiklum efnahagsaðgerðurm Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins.

Verðmæti vöruútflutnings nam um 5.800 milljörðum japanskra jena, jafnvirði rúmra 7.200 milljarða íslenskra króna.

BBC bendir á að samtímis því sem gengisveikingin sé jákvæð fyrir fyrirtæki í útflutningi þá dragi hún á sama tíma úr innflutningi, sem verður landsmönnum dýrari. Þrátt fyrir þetta jókst verðmæti innflutnings jafn mikið og útflutnings eða um 10%.