Gengisvísitala íslensku krónunnar hefur lækkað um 1,81% það sem af er degi og er 120,14 stig, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.

Íslandsbanki tilkynnti ákvörðun um að breyta nafni bankans og dótturfélaga í Glitnir um helgina

Mesta lækkunin átti sér stað á fyrstu tíu mínútum eftir opnun markaðarins, segja gjaldeyrissérfræðingar. Velta dagsins nemur um 15 milljörðum.

"Það má líta á gengisvísitölugildið 120 sem frekar sterkt og gildið er mikill sálfræðiþröskuldur, sagði sérfræðingur hjá Glitni í samtali við Viðskiptablaðið. "Ef það brotnar í dag má búast við það fari ofar."