Gengisvísitala íslensku krónunnar fór yfir 225 stig upp úr kl. eitt í dag. Ekkert lát virðist vera á veikingu krónunnar en  í byrjun nóvember eða fyrir aðeins fjórum mánuðum stóð vísitalan í liðlega 2010 stigum. og hefur hún því veikst um ein 7%. Evran kostar nú nærri 166 krónur, pundið kostar liðlega 195 krónur og dalurinn nærri 124 krónur.