Gengisvísitalan stendur nú í 152,5 stigum og hefur lækkað um 2,9% í morgun. Opinber gengisvísitala hennar í morgun var 150,3 stig samkvæmt vef Seðlabanka Íslands.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun íslensku krónunnar í mars samkvæmt gengi Seðlabankans. Þó skal tekið tillit til þess að markaðir voru lokaðir síðustu fimm daga hér á landi.

Þegar þetta er skrifað, kl. 14:10 stendur Evran í 118 krónum, dollarinn 75,7 krónum og sterlingspundið í 151,3 krónum.

Þá stendur svissneskur franki í 74,9 krónum og japanskt jen í 0,75 krónum.