Gengisvísitalan stendur nú í 157,84 stigum en opinbert lokagildi hennar í gær var 152,3 stig. Gengisvísitalan hefur því hækkað um 2,5% í morgun.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun íslensku krónunnar frá áramótum. Þó skal tekið fram að gengi dagsins í dag er ekki lokagengi.

Þegar þetta er skrifað, kl. 10:55 stendur Evran í 123,12 krónum, dollarinn 77,81 krónum og sterlingspundið 156,72 krónum. Þá stendur svissneskur franki í 79,08 krónum og japanskt jen í 0,8 krónum.