Gengisvísitala krónu er nú komin í 141,6 stig og hefur hækkað um 3,6% frá upphafi vikunnar.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun íslensku krónunnar frá áramótum. Þó skal tekið fram að gengi dagsins í dag er ekki lokagengi.

Bandaríkjadalur stendur nú í 70,25 krónum, Evran í 109,48 krónum og breska Sterlingspundið í  143,04 krónum. Þá stendur svissneskur franki í 69,66 krónum og japanska jenið í 0,7 krónum.