Gengisvísitalan hefur hækkað í morgun og fór um tíma í 150,68 stig. Gengisvísitalan hefur ekki verið jafn há frá því í nóvember 2001.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun íslensku krónunnar frá áramótum. Þó skal tekið fram að gengi dagsins í dag er ekki lokagengi.

Þegar þetta er skrifað, kl. 09:30 stendur Evran í 117,43 krónum, dollarinn 74,31 krónum og sterlingspundið 149,89 krónum. Þá stendur svissneskur franki í 75,8 krónum og japanskt jen í 0,77 krónum.