*

sunnudagur, 5. desember 2021
Sjónvarp 28. október 2014 09:54

„Gengur á öllum strokkum hjá TM Software“

Nýherji hefur notið góðs af vexti dótturfélags þess, TM Software. Hefur hagnast verulega á hugbúnaðarviðbótinni Tempo.

Kári Finnsson
Hleð spilara...

Stór hluti af tekjuvexti Nýherja það sem af er þessu ári kemur frá rekstri dótturfélags þess, TM Software, en tekjuvöxtur þess nam 29% á milli ára. Kemur þetta fram í uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem birt var á dögunum. Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, er að vonum ánægður með vöxt TM Software þótt þriðji ársfjórðungur Nýherja hafi verið undir áætlunum.

Stærsta ástæðan fyrir uppgangi félagsins er Tempo hugbúnaðurinn sem fyrirtækið framleiðir en erlendar tekjur vegna hugbúnaðarins hafa vaxið um 86% á milli ára og eru í dag 44% af heildartekjum fyrirtækisins. Tempo hugbúnaðurinn er viðbót við hugbúnað sem nefnist JIRA og hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom út árið 2008.

VB Sjónvarp ræddi við Finn.

Stikkorð: Nýherji Finnur Oddsson TM Software Tempo JIRA