*

fimmtudagur, 14. nóvember 2019
Innlent 28. september 2019 11:05

Gengur vel utan vallar

Velta tannlæknastofu Heimis Hallgrímssonar jókst um 57 milljónir á síðasta ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bubka ehf., félag utan um tannlæknastofu Heims Hallgrímssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara í knattspyrnu, skilaði 40 milljóna króna hagnaði á síðasta ári og jókst hagnaður þess um 34 milljónir milli ára. Tekjur stofunnar námu 138 milljónum króna og jukust um 57 milljónir milli ára.

Eignir tannlæknastofunnar sem er í Vestmannaeyjum námu 122 milljónum í árslok og jukust um 25 milljónir milli ára. Eiginfjárhlutfall var 88,5% í árslok og hækkaði um 18,4 prósentustig milli ára.