*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 18. mars 2019 16:54

Georg hættir hjá Inkasso

Forstjóri Inkasso hefur selt hlut sinn í fyrirtækinu og hætt störfum.

Ritstjórn
Georg hefur verið forstjóri Inkasso í rúm fjögur ár.
Aðsend mynd

Georg Andersen hefur selt hlut sinn í Inkasso og í kjölfarið ákveðið að láta af störfum hjá félaginu.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Georg átti á bilinu 3 til 4% hlut í Inkasso ehf. en langstærsti hluthafinn er ALVA Holding ehf.

Georg tók við stöðu forstjóra Inkasso í ársbyrjun árið 2015 en fyrir það hafði hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra Kaptura ehf., móðurfélags Inkasso ehf. Þar áður hafði hann bæði starfað í sjávarútvegs– og fjármálageiranum um árabil. Hann var svæðissölustjóri hjá Marel, forstöðumaður fjárfestatengsla og samskiptasviðs Straums-Burðaráss fjárfestingabanka, framkvæmdastóri GottKort ehf. og framkvæmdastjóri Valafells ehf.

„Rekstur félagsins er traustur og vil ég þakka frábæru starfsfólki fyrir samstarfið á liðnum árum, nú taka við önnur og spennandi verkefni," er haft eftir Georg í tilkynningu.


Stikkorð: Inkasso Georg Andersen
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is