Danski sjóðurinn Axcel Capital Partners, sem er með höfuðstöðvar í Kaupmannahöfn, hefur selt danska skartgripa-, úra- og skrautmunaframleiðandann Georg Jensen fyrir 140 milljónir dala, jafnvirði tæpra 18 milljarða íslenskra króna. Kaupandinn er fjárfestingarsjóðurinn Investcorp í Bahrain í Miðausturlöndum.

Christian Frigast, forstjóri Axcel, segist í samtali við danska viðskiptadagblaðið Börsen ánægður með verðið.

Það greinilegt að Georg Jensen snertir við fleirum en Íslendingum sem margir eiga jólaskraut frá fyrirtækinu danska því viðskiptin hafa vakið heimsathygli. Bloomberg-fréttaveitan rifjar upp að Axcel Capital Partners hafi keypt reksturinn árið 2001 og skilaði hann sem svarar til 20 milljörðum íslenskra króna í hagnað á síðasta ári.

Sjóðurinn í Miðausturlöndum er geysisterkur. Hann var með eignir upp á 11,5 milljarða dala í stýringu í lok júní. Eignir hans eru bundnar m.a. í fasteignum og öðrum sjóðum. Hann átti fyrir tískufyrirtækin Gucci og Tiffany & Co. Stutt er síðan fyrirtækin voru skráð á markað. Stefnt mun að því að Georg Jensen nemi fleiri lönd, svo sem í Kína.