George W. Bush gekkst undir hjartaþræðingu á spítala í Dallas í morgun þar sem stoðneti var komið fyrir í stíflaðri kransæð.

Í tilkynningu sem Reuters fréttastofna birtir kemur fram að líða Bush yngri væri með miklum ágætum og hann hlakkaði til að snúa aftur heim af spítalanum í daglegt amstur á morgun. Stíflan í kransæðinni fannst þegar Bush fór í reglubundna skoðun hjá lækni í gær.

Reuters segir að Bush hafi verið þekktur fyrir mikinn áhuga á hreyfingu á meðan hann gegndi embætti forseta á árunum 2001-2009. Eftir að hann fór að finna fyrir eymslum í hné fór hann að hjóla af meiri krafti.

George Bush er 67 ára gamall.