George H. W. Bush, 41. forseti Bandaríkjanna lést í nótt 94 ára að aldri, Hann var forseti Bandaríkjanna frá 1989-1993 auk þess sem hann var varaforsteti í stjórnartíð Ronald Reagan frá 1981-1989. Árið 1993 varð hann síðastur til þess að tapa í forsetakjöri sem sitjandi forseti þegar hann tapaði gegn Bill Clinton.

Auk þess að vera forseti og varaforseti var Bush meðal annars fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar og sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Þá starfaði hann um árabil í olíuiðnaði í Texas áður en hann settist á þing.