George Lucas, sem þekktastur er fyrir að hafa gert Star Wars og Indiana Jones myndirnar keypti nýlega hlut í Starbucks.

Virði hlutarins sem Lucas keypti nemur 10 milljónum dala, eða í kringum 1,2 milljörðum íslenskra króna, eftir því sem Bloomberg fréttastofan greinir frá.

George Lucas er vellauðugur maður en hann seldi í fyrra fyrirtækið sitt LucasFilm til Walt Disney á andvirði 450 milljarða íslenskra króna. Eiginkona hans situr í stjórn Starbucks.