Fjárfestirinn George Soros hefur greint frá því að han hyggist setja sem svarar einum milljarði Bandaríkjadala í að fjárfesta í grænni orku. Hann greindi frá þessu um helgina á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn en nú styttist í að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefjist þar. Þar er ætlunin að endurnýja stefnumótun Kyoto-bókunarinar frá 1997.

Soros hefur látið sig umhverfismál miklu varða en honum þykir líka vænt um peningana sína. Hann fer því tæðast af stað með svona framkvæmd nema hann sjái fjárfestingatækifæri í því. Hann sagði við þetta tækifæri að vissulega gætu falist fjárfestingatækifæri í grænni orku en það væri ekki höfuðmarkmið hans.

En um leið greindi Soros frá því að hann hygðist leggja sem svaraði 10 milljónum dala á ári næstu 10 árin í sjóð sem á að efla umhverfismál. ,,Gróðurhúsaáhrifin eru pólitísk vandamál öðru fremur," sagði hann á fréttamannafundinum.