Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, gera alvarlegar athugasemdir við samanburð Samtaka atvinnulífsins á rekstri tólf stærstu sveitarfélaga landsins. Þeir segja samantektina ekki gefa rétta mynd af stöðu sveitarfélaganna.

Í henni er sveitarfélögunum gefin stig eftir innbyrðis stöðu í hverjum samanburði. Það sveitarfélag sem stendur best í hverjum samanburði fær tólf stig og svo koll af kolli niður í einn. Í yfirlýsingu frá bæjarstjórum sveitarfélaganna tveggja segir að ekki þurfi að vera mikill munur milli stiga, en stigagjöfin skipti miklu máli þegar niðurstaðan sé reiknuð út.

Að þeirra mati er framsetning Samtaka atvinnulífsins á samanburði á rekstrarframmistöðu sveitarfélaga og hvernig þau standa innbyrðis út frá mismunandi rekstrarmælikvörðum ekki af  gefa rétta mynd af rekstrarstöðu sveitarfélaganna í dag.  Ef það hefur verið ætlun samtakanna að gefa mynd af því hvernig þetta hefur verið að meðaltali frá 2002  hefði það átt að koma skýrar fram.  Eins og þetta er sett fram má ætla að samantektin segi til um stöðuna í dag, sem hún gerir alls ekki.