„Þetta er einn af þeim fáu mönnum sem ég hef kynnst um ævina sem ég nenni að gera heimildarmynd um,“ segir Sigurður G. Valgeirsson, einn að­ standenda heimildarmyndar um líf og starf tónlistarmannsins og bassaleikarans Tómasar R. Einars­sonar. Í myndinni er sagt frá ferða­lagi Tómasar frá Dölunum og víð­ar, ferðalagi hans í músíkinni og lífinu. Auk ferðalags Tómasar fer hann vestur í Dali en þar mun hann halda tónleika í Dalabyggð í Búð­ardal 11. júní með níu manna bandi. Tónleikarnir mynda hryggj­arstykkið í myndinni utan um eldra myndefni frá ýmsum tímum í lífi Tómasar.

Það eru engir smávesírar sem koma að kvikmyndagerðinni. Auk fjölmiðlamannsins og Spaða­ trommarans Sigurðar, sem dags daglega vinnur sem upplýsinga­ fulltrúi Fjármálaeftirlitsins, eru í þessu með honum Sveinbjörn I. Baldvinsson, handritshöfundur dönsku sjónvarpsþáttanna Forsvar og Taxa auk íslensku þáttanna Hamarinn og Hraunið; Jón Karl Helgason, mun leikstýra og sitja á bak við myndavélalinsuna; og Jóna Finns­dóttir, fyrrverandi framkvæmda­stjóri Listaháskóla Íslands og kona Sveinbjarnar. Þau tvö komu að gerð myndarinnar Tár úr steini, sem fjallaði um annan tónlistar­ mann, tónskáldið Jón Leifs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .