Höfuðstöðvar Byr
Höfuðstöðvar Byr
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Tveir aðilar skiluðu inn kauptilboðum í Byr og gerðu báðir kröfu um að kaupa allt hlutafé bankans og að Byr yrði sameinaður við þá. Einnig gerðu báðir bjóðendur kröfu til þess að víkjandi lán, sem Byr samdi um við ríkið, stæði þeim til boða. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um framlög ríkisins til SpKef og Byrs. Ríkið veitti Byr 900 milljóna króna eiginfjárframlag og lofaði að veita Byr víkjandi lán, allt að 5 milljörðum króna.

Eins og greint hefur verið frá var gengið til samninga við Íslandsbanka. Samningurinn er með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Þá er undirskrift ráðuneytisins, sem á um 12% hlut í Byr hf., um sölu á hlut sínum í bankanum með fyrirvara um samþykki Alþingis.

Svar fjármálaráðherra .