Eigendur yfir 10% hlutafjár í í B-deild stofnsjóðs Sláturfélags Suðurlands hafa gert kröfu um að fá greiddan út arð af eign sinni. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá SS:

Þar segir að krafan hafi borist stjórn félagsins innan tilskilins tíma og verði afgreidd á aðalfundi SS sem fram fer föstudaginn 25. mars nk. Hámarks arðgreiðsla geti numið 7,17% þar sem óráðstafað eigið fé B-deildar stofnsjóðs sé ríflega 14,3 milljónir króna.