Nýsköpunarfyrirtækið Videntifier Technologies ehf. hefur gert samstarfssamning við breska fyrirtækið Forensic Pathways. Herwik Lejsek, framkvæmdastjóri og einn stofnenda íslenska fyrirtækisins, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að samningurinn markaði tímamót fyrir fyrirtækið.

Samstarf fyrirtækjanna mun byggja á samnýtingu tækninýjunga hvors um sig. Videntifier Technologies selja lögreglu um allan heim aðgang að tölvutækni sem getur lesið í gegnum myndefni og gefið nákvæmar upplýsingar um innihald efnisins. Með tækni sem Forensic Pathways leggur til verður hægt að finna á hvaða myndavél efnið var tekið.

Nánar er fjallað um málið síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.