Í nýlegri skýrslu sem unnin er af Saga Capital og IFS Greiningu, og Viðskiptablaðið hefur undir höndum, er reiknað með að endurheimtuhlutfall (e. recovery ratio) af skuldabréfum Kaupþings verði um 35%.

Þannig gera höfundar skýrslunnar ráð fyrir að endurheimtur úr lánabók Kaupþings verði mun meiri en áður hefur verið gert ráð fyrir.

Þetta er nokkuð meira en Skilanefnd Kaupþings gerir ráð fyrir en hún hefur hingað til gert ráð fyrir um 28% endurheimtuhlutfalli.

Fram kemur í skýrslunni að útlán Kaupþings hafi numið 1.281 milljarði króna en gert sé ráð fyrir að um 540 milljarðar endurheimtist og hægt verði að greiða þá upphæð til kröfuhafa.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .