Samkvæmt frétt Ferðamálastofu má gera ráð fyrir að næstu vikur verði þær annasömustu í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi. Fer þar saman mesti sumarleyfistími Íslendinga og toppur ársins í komu erlendra gesta. ?Mér sýnist að við séum að fá um 40.000 erlenda gesti hingað á næstu tveimur vikum þessa háannatíma auk mikils fjölda Íslendinga á ferð um landið. Þetta skapar eðlilega mikil viðskipti og skilar þjóðarbúinu verulegum tekjum," segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri í fréttinni..

?Það reynir eðlilega á þanþolið í kerfinu og mikilvægt að hægt sé að halda allri þjónustu og gæðum í samræmi við það sem kynnt hefur verið og væntingar gestanna? segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri.

Gera má ráð fyrir miðað við kannanir og tekjur undanfarinna ára að þessar tvær vikur munu erlendir gestir skila okkur um 4 milljarða gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og með innlenda hlutanum séum við að tala um viðskipti fyrir um 6 milljarða þessar tvær vikur,? bætir Magnús við.